Vilko og Prima nýir viðskiptavinir Fjölnets

Flestir landsmenn þekkja Vilko og vörur sem framleiddar eru undir merkjum Vilko, svo sem súpur, grautar og vöfflur svo dæmi sé tekið. Vilko var stofnað árið 1969 en framleiðslan fer öll fram á Blönduósi. Prima hefur frá árinu 2008 framleitt vörur sem krydda tilveruna með yfir 60 tegundum af kryddi og kryddblöndum. Prima kryddvörurnar eru framleiddar hjá Vilko á Blönduósi.

Fjölnet tók nýverið að sér rekstur tölvukerfa fyrirtækjanna og innleiddi Office 365 skýjalausn Microsoft.

Á myndinni má sjá Sigurð Pálsson, rekstrarstjóra Fjölnets Reykjavík og Kára Kárason framkvæmdarstjóra Vilko.

Fjölnet fagnar Vilko og Prima sem nýjum viðskiptavinum.

Scroll to top