Veeam fyrir Office 365 er örugg og einföld lausn sem svarar þeirri áskorun að tryggja öryggi gagna.

Microsoft ber ekki ábyrgð á þínum gögnum!

6 mikilvægar ástæður fyrir því að afrita gögn í Office 365

Microsoft heldur kerfum sínum gangandi og tryggir að alltaf sé til afrit af gögnum á mörgum stöðum (e.replication). Viðskiptavinur ber síðan sjálfur ábyrgð á því að afrita gögn sem geta tapast t.d. vegna mistaka starfsmanna eða ef óværa kemst í gögn (vírus eða gögn dulkóðuð)

Ef notanda er eytt, hvort sem það er viljandi eða ekki þá endurspeglast sú framkvæmd í Office 365 og hverfur þá póstur, gögn starfsmanns í OneDrive og persónuleg SharePoint síða

#1 Gögnum óvart eytt

#2 Misskilningur á geymslureglum

Hraðinn í upplýsingatækni mun bara aukast og gagnamagn með. Reglur varðandi geymslu og stýringu gagna eru oft flóknar og erfitt að halda utan um, og hvað þá stjórna. Office 365 hefur takmarkaðar reglur hvað varðar afritun og geymslu gagna og er því ekki allsherjar afritunarlausn.Gögn er í sumum tilfellum hægt að endurheimta en Microsoft ábyrgist það ekki

Fyrirtæki eiga að geta treyst starfsfólki sínu og á það traust að vera gagnkvæmt. Raunin er hinsvegar sú að það leynist oft skemmt epli í körfunni og getur það verið dýrt fyrir fyrirtæki ef að dýrmæt gögn tapast. Fyrirtæki verða því að vera á varðbergi gagnvart þeirri ógn og reikna með að starfsmenn geri mistök hvort sem þau eru gerð með vilja eða óviljandi

#3 Ógnir innan fyrirtækis

#4 Ógnir utanfrá

Vírusar og malware, eins og gagnagísling, hafa valdið gríðarlegu tjóni hjá fyrirtækjum og stofnunum um allan heim. Þar er ekki einungis mannorð fyrirtækisins sem getur hlotið skaða af heldur einnig geta viðkvæm gögn fyrirtækis, starfsmanna og viðskiptavina tapast með tilheyrandi kostnaði

Það getur alltaf komið upp sú staða að sækja þurfi tölvupóst eða önnur stafræn gögn óvænt vegna dómsmála eða rannsókna að hálfu hins opinbera. Þótt þú teljir líkurnar hverfandi á að slíkt komi upp hjá þínu fyrirtæki þá er sá möguleiki alltaf fyrir hendi. Gögn starfsmanna sem eru hættir og búið að eyða í Office 365 eru oftast farin þaðan innan nokkurra vikna

#5 Lagalegar skyldur og regluverk

#6 Office 365 hybrid sem lausn

Fyrirtæki sem notast við Office 365 þurfa stundum að aðlagast kerfinu á löngu tímabili og velja sumir  hybrid lausn þ.e. sum gögn í Office 365 og önnur á gagnaþjónum fyrirtækisins til að auka sveigjanleika. Rétt öryggisafritunarlausn fyrir Office 365 ætti að geta tekið á þessari áskorun án tillit til staðsetningu gagna

Hafðu samband við sérfræðinga Fjölnets og fáðu ráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki í síma 455 7900 eða sendu okkur póst á netfangið sala@fjolnet.is