Hvernig á að búa til sterk lykilorð

Lykilorð er eitthvað sem við notum á hverjum degi. Sum þeirra sjá til þess að hver sem er komist ekki inn í símann okkar eða samfélagsmiðla. Á meðan önnur hafa stærra hlutverk eins og að vernda heimabankann okkar og mikilvæg gögn.

Lykilorð er nefnilega ekki bara lykilorð, þau geta verið misjafnlega mikilvæg. Það færist í aukana að síður heimti svokölluð sterk lykilorð. Það í sjálfu sér er ekki slæmt en, spurningin er hvað flokkast undir sterkt og gott lykilorð.

Það sem ber að varast við gerð lykilorða

  • Lykilorð sem eru styttri en 10 tákn. Lengri lykilorð eru öruggari en þau sem eru styttri.
  • Ekki nota bara stafi, heldur blandaðu saman t.d lágstöfum, hástöfum, tölum og táknum.
  • Ekki nota þekkt orð. Jafnvel þótt þú blandir þeim saman t.d gulurbill, er ekki öruggt.
  • Ekki nota augljósar útskiptingar á störfum t.d lykilord – lykil0rd
En þá gleymi ég lykilorðinu !?

Það sem gerist oftast þegar fólk fer að nota sterkari lykilorð er að viðkomandi gleymir þeim hreinlega eða fer að nota sama lykilorðið allstaðar. Ein lausn er að nota setningar eða frasa til að muna lykilorðin sín. Nota svo fyrstu stafina til að mynda lykilorðið.

Ég elska  búa til 100 lykilorð #kaldhæðni #NOT
út kemur = Éeabt1l#k#N

Uppáhaldsbílinn minn er Fiat Uno, hann er 400 hestöfl og kostar $1000
út kemur = UmeFU,he4hok$1

Þetta kemur samt ekki í veg fyrir að menn freystist til að nota sama lykilorðið allstaðar. Algengast er til dæmis að þrjótum takist að komast yfir lykilorð á samfélagsmiðlum. Þannig að það á alls ekki að vera með sama lykilorð á Facebook og heimabankanum.

En með allar þessar kröfur þá er eðlilegt að spyrja hvort þetta sé einfaldlega hægt ?

Lausnin er til staðar.  Besta leiðin til að vera með öflug lykilorð og muna þau er að nota lykilorða forrit sem halda utan um öll lykilorð fyrir viðkomandi. Forrit eins og t.d Lastpass eða Dashlane.

Þar velur þú eitt ofur lykilorð sem þú þarft að muna. Það lykilorð veitir aðgang að dulkóðuðum lykilorðabanka þar sem viðkomandi safnar sínum lykilorðum . Kosturinn er að forritið sér um að geyma öll lykilorð fyrir viðkomandi og meira segja getur búið til örugg sterk lykilorð fyrir mann ef maður verður uppiskroppa.

 

Scroll to top