Steinull hf. semur við Fjölnet

Steinull hf. endurnýjaði á dögunum samning við Fjölnet en fyrirtækin hafa unnið náið saman í fjölda ára með góðum árangri. Fjölnet mun því áfram sjá um rekstur miðlægra kerfa hjá fyrirtækinu ásamt notendaþjónustu, afritun og útstöðvarþjónustu.

Hjá Steinull starfa nú um 37 starfsmenn, framleitt er á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn frá sunnudegi til föstudags. Velta síðustu ára hefur verið um 700 milljónir og framleiðslan um 100 þús. m³ þar af hefur um þriðjungur verið fluttur út, meðal annars til Færeyja, Englands, Þýskalands.

Samninginn undirrituðu Stefán Logi Haraldsson framkvæmdarstjóri Steinullar og Sigurður Pálsson framkvæmdarstjóri Fjölnets.

Fjölnet þakkar traustið og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.

Scroll to top