Papco semur við Fjölnet

Pappírsvörufyrirtækið PAPCO hefur nú gert nýjan viðskiptasamning við Fjölnet. Samkvæmt samningnum tekur Fjölnet að sér hýsingu og rekstur á öllum miðlægum kerfum og nær hann jafnframt til afritunar á öllum gögnum fyrirtækisins. Starfsmenn PAPCO fá einnig aðgang að þjónustuveri Fjölnets.

PAPCO er traust og öflugt fyrirtæki sem einkum fer með framleiðslu, sölu og dreifingu á hreinlætispappír, hreinlætisvörum og öðrum rekstrarvörum til birgja og neytenda innanlands. Fyrirtækið hefur einnig haslað sér völl í sölu á vörum til skólafélaga, íþróttafélaga og annarra félagsamtaka á vörum til endursölu í fjáröflunarskyni.

Fjölnet fagnar hinum nýja viðskiptavini.

Scroll to top