Þjónustuver: 08.00 til 17:00 - Sími: 455 7900

Skýjaþjónusta Microsoft

Office 365 hentar bæði stórum og smáum fyrirtækjum og gerir starfsfólki kleift að vinna í gögnum sínum í skýinu hvar sem er og á hvaða tæki sem er. Kostirnir eru fjölmargir.

Kostir Office 365

office365-hlidarmynd

 • Stöðluð og fljótleg uppsetning.
 • Hannað til að uppfylla ólíkar þarfir margvíslegrar starfsemi.
 • Hentar bæði smærri og stærri fyrirtækjum.
 • Sjálfkrafa uppfærslur á hugbúnaði.
 • Aðgangur að fjarfundum með hljóði og mynd.
 • Aðgangur að öllum skjölum í skýinu hvar sem starfsfólk er statt.

Office 365 hjá Fjölneti

 • Fast mánaðargjald fyrir hvern notanda.
 • Fyrirsjáanlegur rekstrarkostnaður.
 • Einfaldari umsýsla þar sem Fjölnet sér um reikningagerð.
 • Fjölnet greinir þarfir hvers fyrirtækis með fljótum og öruggum hætti.

Fyrirsjáanlegur rekstrarkostnaður

Office 365 er hannað til að uppfylla ólíkar þarfir margvíslegrar starfsemi og hentar því bæði litlum fyrirtækjum sem ekki hafa eigin upplýsingatæknideild sem og stærri fyrirtækjum sem hafa eigin upplýsingatæknideild.

Sjálfkrafa uppfærslur

Allar nýjungar eru sjálfkrafa uppfærðar í hugbúnaðinum og notendur hafa því alltaf aðgang að nýjustu útgáfu Office hugbúnaðar á borð við Word, Excel og PowerPoint.

Stöðluð og fljótleg uppsetning

Með Office 365 hefur hver starfsmaður aðgang að öllum sínum skjölum, hvar sem hann er staddur, með 1 TB OneDrive gagnageymslu Microsoft. Starfsmenn fá aðgang að fjarfundum með hljóði og mynd, hvort sem er á vinnustöð starfsmannsins eða í snjalltækjum.

Viltu vita meira?

Hafðu samband við okkur í síma 455-7900 eða sendu póst á o365@fjolnet.is. Sérfræðingar okkar finna réttu lausnina fyrir þig og þitt fyrirtæki. Til er fjöldi lausna í Office 365 en hér fyrir neðan eru þrjár vinsælustu leiðirnar.

Office 365
Business Essential
Tölvupóstur
Hafðu fullkomna yfirsýn yfir tölvupósta og fundi með Outlook í tölvu, snjalltækjum og í gegnum vafra.
Gagnageymsla
Microsoft OneDrive gagnageymsla í skýi, ekki hafa áhyggjur af því að glata gögnum aftur. Hver notandi fær 1TB geymslupláss.
Samskipti
Microsoft Lync, bættu samskiptin með einu fullkomnasta fjarfunda, spjall og viðveruforriti í heimi.
Innranet
Microsoft SharePoint innranet, hafðu allar upplýsingar á einum stað fyrir starfsmenn.
Samfélagsmiðill
Microsoft Yammer, lokaður samfélagsmiðill sem gerir starfsfólki að tengjast og deila upplýsingum milli deilda.
Office
Nýjustu útgáfur af Outlook, Word, Excel, Powerpoint, OneNote, og Publisher í gegnum vafra.
Á ferðinni
Í þessari útgáfu er aðgengi bara í gegnum vafra
Viðskiptagreind
Í þessari útgáfu er viðskiptagreind ekki í boði
Hafa Samband
Office 365
Business Premium
Tölvupóstur
Hafðu fullkomna yfirsýn yfir tölvupósta og fundi með Outlook í tölvu, snjalltækjum og í gegnum vafra.
Gagnageymsla
Microsoft OneDrive gagnageymsla í skýi, ekki hafa áhyggjur af því að glata gögnum aftur. Hver notandi fær 1TB geymslupláss.
Samskipti
Microsoft Lync, bættu samskiptin með einu fullkomnasta fjarfunda, spjall og viðveruforriti í heimi.
Innranet
Microsoft SharePoint innranet, hafðu allar upplýsingar á einum stað fyrir starfsmenn.
Samfélagsmiðill
Microsoft Yammer, lokaður samfélagsmiðill sem gerir starfsfólki að tengjast og deila upplýsingum milli deilda.
Office
Nýjustu útgáfur af Outlook, Word, Excel, Powerpoint, OneNote og Publisher og í gegnum vafra.
Á ferðinni
Njóttu þess að vinna hvar sem er og hvenær sem er, á PC, Mac, iPad og iPhone, Android tækjum og Windows spjaldtölvum.
Viðskiptagreind
Í þessari útgáfu er viðskiptagreind ekki í boði
Hafa Samband
Office 365
E3
Tölvupóstur
Hafðu fullkomna yfirsýn yfir tölvupósta og fundi með Outlook í tölvu, snjalltækjum og í gegnum vafra.
Gagnageymsla
Microsoft OneDrive gagnageymsla í skýi, ekki hafa áhyggjur af því að glata gögnum aftur. Hver notandi fær 1TB geymslupláss.
Samskipti
Microsoft Lync, bættu samskiptin með einu fullkomnasta fjarfunda, spjall og viðveruforriti í heimi.
Innranet
Microsoft SharePoint innranet, hafðu allar upplýsingar á einum stað fyrir starfsmenn.
Samfélagsmiðill
Microsoft Yammer, lokaður samfélagsmiðill sem gerir starfsfólki að tengjast og deila upplýsingum milli deilda.
Office
Nýjustu útgáfur af Outlook, Word, Excel, Powerpoint, OneNote og Publisher og í gegnum vafra.
Á ferðinni
Njóttu þess að vinna hvar sem er og hvenær sem er, á PC, Mac, iPad og iPhone, Android tækjum og Windows spjaldtölvum.
Viðskiptagreind
Fullkomin yfirsýn yfir rekstur fyrirtækisins með greiningu og framsetningu gagna í gegnum Power Pivot, Power View og Power Map.
Hafa Samband

Innleiðing og uppsetning

Fjölnet sér um innleiðingu á Office 365 fyrir viðskiptavini sína.

 • Vettvangsskoðun
  Starfsmaður Fjölnets getur komið í heimsókn og kannað ástand útstöðva og hvar gögn eru vistuð sem á að flytja í Office 365.
 • Upplýsingar frá viðskiptavini
  Grunnupplýsingar um starfsmenn, s.s. fullt nafn, netfang, símanúmer, aukapósthólf og pósthópa o.fl.
 • Uppsetning hjá notendum
  Fjölnet annast uppsetningu á Office 365. Settur er upp viðeigandi Office pakki s.s. Pósthólf, Lync, OneDrive, Yammer og Sharepoint. Eldri póstur er fluttur yfir í Office 365 ef hann er aðgengilegur. Starfsmenn fá allar leiðbeiningar frá Fjölneti um hvernig eigi að virkja þjónustuna.
 • Sérfræðiþekking
  Ef ráðast þarf í ítarlegri uppsetningar eða aðlaganir stendur viðskiptavini til boða að fá Fjölnet til að annast þau verkefni. Það getur t.d. átt við ef uppfæra þarf stýrikerfi, hreinsa tölvu af vírusum, flutningur á gögnum úr eldra póstkerfi og fleira.

Viðbótarþjónusta

Viðskiptavinum Fjölnets stendur til boða ýmiss viðbótarþjónusta sem tengist Office 365 sem og allri upplýsingatækni- og fjarskiptaþjónustu.

 • Fræðsla
  Grunnkennsla á Office 365 og almenn fræðsla til starfsfólks um bestu notkun á Office 365.
 • Útstöðvaþjónusta
  Fjölnet býður upp á fasta viðveru á ákveðnum tímum sem ákveðnir eru í samstarfi við viðskiptavin.
 • Frekari aðlögun Office 365
  Viðskiptavinum stendur til boða frekari aðlögun á lausninni, sérstaklega á það við um aðlögun Lync og Sharepoint.
 • Fjarskipti
  Fjölnet veitir ráðgjöf um hvaða nettenging hentar viðskiptavini. Góð nettenging er nauðsynleg fyrir hnökralausa vinnu við Office 365, niðurhal verður mikið þar sem öll gögn eru vistuð erlendis.
Scroll to top