Nýr Landspítali hefur samstarf við Fjölnet

Nýr Landspítali ohf. og Fjölnet hafa gert með sér samning vegna reksturs tölvukerfa. Á myndinni sjást, Sigurður Pálsson rekstrarstjóri Fjölnets og Gunnar Svavarsson NLSH handsala samninginn.

Samkvæmt samningnum tekur Fjölnet að sér hýsingu og rekstur á miðlægum kerfum ásamt því að sjá um útstöðvar fyrirtækisins. Starfsmenn Nýs Landspítala fá einnig aðgang að þjónustuveri Fjölnets.

Nýr Landspítali ohf. (NLSH) er opinbert hlutafélag sem hefur það að markmiði að standa að nauðsynlegum undirbúningi og láta bjóða út byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og semja um að ríkið taki bygginguna á langtímaleigu að útboði loknu.

Gunnar Svavarsson, formaður stjórnar nýs Landspítala:

„Þegar verið er að vinna að jafn stóru verkefni og við gerum nú, þá er gott að geta sett málin í öruggar hendur. Við vitum að við getum treyst sérfræðingum Fjölnets. Fjölnet er öryggisvottað fyrirtæki með trausta og persónulega þjónustu sem er einmitt það sem við vorum að leita að þegar við buðum verkið út“, segir Gunnar.

Fjölnet fagnar hinum nýja viðskiptavini.

Scroll to top