Náttúruhamfaratrygging Íslands velur Fjölnet

Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) hefur valið Fjölnet til að annast rekstur tölvukerfa stofnunarinnar.

Um er að ræða alrekstur tölvukerfa, úttektir og öryggismál ásamt þjónustu við starfsmenn.

Samningurinn kemur í kjölfar útboðs NTÍ í gegnum Ríkiskaup þar sem Fjölnet var valið.

NTÍ er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja helstu verðmæti gegn náttúruhamförum.

Umfang starfseminnar er mjög mismunandi frá ári til árs þar sem tjónsatburðir ráða miklu um það hversu mikinn mannafla þarf hverju sinni.

Fjölnet býður starfsfólk NTÍ velkomið í hóp ánægðra viðskiptavina.

Scroll to top