Microsoft Teams frítt í 6 mánuði

Microsoft lætur ekki sitt eftir liggja í baráttunni við útbreiðslu Covid-19 veirunnar og býður öllum upp á ókeypis aðgang að annars borgandi útgáfu af Microsoft Teams, hinu geysivinsæla samvinnutóli Microsoft, í heila 6 mánuði!

Þetta gerir enn fleira fólki en áður auðveldara um vik að vinna að heiman með árangursríkum hætti og minnka þar með líkurnar á að smitast eða smita aðra af kórónaveirunni. Þetta kemur sér án efa vel fyrir marga svo endilega deilið að vild.

Hafðu samband við sérfræðinga Fjölnets ef þú þarft aðstoð við að nýta þér þetta frábæra tilboð frá Microsoft

Scroll to top