Límtré Vírnet semur við Fjölnet

Frá vinstri á mynd: Stefán Logi Haraldsson, framkvæmdarstjóri Límtré Vírnet og Sigurður Pálsson, rekstrarstjóri Fjölnet Reykjavík handsala samninginn.

Iðnfyrirtækið Límtré Vírnet undirritaði á dögunum samning við Fjölnet. Samningurinn felur í sér að Fjölnet tekur að sér rekstur og hýsingu á öllum miðlægum kerfum fyrirtækisins, ásamt afritun og útstöðvarþjónustu. Starfsmenn Límtrés Vírnets munu einnig fá aðgang að þjónustuborði Fjölnets .

Límtré Vírnet er í dag stærsta fyrirtækið á Íslandi á sviði völsunar á klæðningarefnum og eini framleiðandi límtrés, yleininga og nagla. Við leggjum kapp á það að vera framúrskrarandi og leiðandi á okkar sviðið. Hjá okkur skipta gæði miklu máli, og að geta verið með traustan samstarfsaðila þegar kemur að tæknimálum getur skipt sköpum. Við erum með mikið magn af sérhæfðum vélum og prenturum sem við þurfum að geta treyst á allan sólarhringinn. Við treystum Fjölneti til að sjá um okkar mál.
– Stefán Logi Haraldsson framkvæmdarstjóri Límtré Vírnet

Fjölnet fagnar hinum nýja viðskiptavini.

Scroll to top