Lagardére semur við Fjölnet

Lagardére hefur samið við Fjölnet um að sjá um tæknimál fyrirtækisins. Samningurinn felur í sér að Fjölnet hefur umsjón með net og öryggismálum, Office 365, útstöðvum, prentþjónustu, EDI skeytasendingum og almennri tölvuþjónustu. Einnig veitir samningurinn starfsfólki Lagardére aðgang að þjónustuborði Fjölnets.

Lagardére Travel Retail ehf. er íslenskt fyrirtæki, í eigu franskra og íslenskra aðila, sem sér um rekstur sex veitingastaða og sælkeraverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Markmið fyrirtækisins er að bjóða framúrskarandi þjónustu í lifandi og alþjóðlegu umhverfi í ört stækkandi flugstöð. Hjá Lagardére starfa yfir 150 manns.

Á myndinni má sjá Sigurð Pálsson, rekstrarstjóra Fjölnets Reykjavík og Svein Rafn Eiðsson fjármálastjóra Lagardére handsala samninginn.

Fjölnet fagnar hinum nýja viðskiptavini.

Scroll to top