Þjónustuver: 08.00 til 17:00 - Sími: 455 7900

Kerfisveita

Kostir þess að fara í Kerfisveitu Fjölnets eru fjölmargir. Þar eru gögnin þín afrituð með öruggum hætti, aðgengi að gögnum og þjónustu er einfalt og kostnaður gegnsær.
Kerfisveita Fjölnets er hýst á öflugum netþjónum og diskastæðum þar sem rekstraröryggi er haft að leiðarljósi.

Server-Kerfisveita

Hvers vegna er Kerfisveita Fjölnets frábær kostur fyrir þig?

  • Kerfisveitan er sveigjanleg.
  • Auðvelt er að bæta við eða draga úr þeirri þjónustu sem er keypt.
  • Gögnin eru aðgengileg hvar og hvenær sem er með öruggum hætti.
  • Gögnin eru afrituð örugglega.
  • Meiri uppitími, meira rekstraröryggi, minni kostnaður.
  • Öflugt eftirlit á vélbúnaði og stýrikerfum tryggir hámarksafköst.
  • Kostnaður við eiginn búnað er minni.
  • Líftími útstöðva lengist verulega.

Hvað er Kerfisveita

Kerfisveita er miðstýring. Fyrirtæki geta leigt aðgang að forritunum sem geymd eru á miðlægum stað í stað þess að festa kaup á dýrum forritum.
Innifalið er rekstur, uppfærslur, viðhald og öll dagleg umsjón. Með þessu geta fyrirtækin sparað útgjöld og búið við meira öryggi.
Kerfisveitan kemur oft í stað tölvudeildar í fyrirtækinu. Fjölnetið getur tekið yfir rekstur og umsjón tölvukerfa fyrirtækisins.
Tækniþróun gerir fyrirtækjum oft erfitt fyrir að halda utan um þekkingu sem nauðsynleg er í rekstri tölvukerfa.

Með Kerfisveitu fæst aðgangur að þekkingu sérfræðinga sem sjá um að uppfylla þarfir viðskiptavinarins.

Scroll to top