Kemi semur við Fjölnet

Kemi hefur samið við Fjölnet að sjá um tæknimál fyrirtækisins. Samningurinn felur í sér að Fjölnet hefur umsjón með net og öryggismálum, Office 365, útstöðvum, prentþjónustu og almennri tölvuþjónustu. Einnig veitir samningurinn starfsfólki Kemi aðgang að þjónustuborði Fjölnets.

Kemi var stofnað árið 1994 í þeim tilgangi að markaðssetja efnavörur og smurefni. Fyrirtækið leggur í dag áherslu á valda vöruflokka. Þeir helstu eru; smurolía og smurefni, sápur og sótthreinsivörur, meindýravarnir, efnavörur, öryggisvörur og landbúnaðarvara. Viðskiptavinir Kemi koma úr öllum greinum atvinnulífsins og frá upphafi hefur starfsfólk lagt sig fram við að veita framúrskarandi og góða þjónustu

Á myndinni má sjá Hermann Guðmundsson forstjóra Kemi og Sigurð Pálsson, rekstrarstjóra Fjölnets.

Fjölnet býður Kemi velkominn í hóp ánægðra viðskiptavina.

Scroll to top