Þjónustuver: 08.00 til 17:00 - Sími: 455 7900

Office 365 í áskrift hjá Fjölneti

Office 365 er skýjalausn frá Microsoft sem hentar íslenskum fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Með Office 365 ert þú með skrifstofuna í hendi þér hvar og hvenær sem er og þú getur treyst því að gögnin þín eru örugg.  Með áskrift að Office 365 fá notendur aðgang að fullkomnu hýsingarkerfi Microsoft, sem inniheldur tölvupóst, Office pakkann, gagnageymslu, samskiptaforrit, eigið innra net og lokaðan samfélagsmiðil svo eitthvað sé nefnt.


Gagnageymslan
one-drive-for-business
Gagnageymsla nefnist OneDrive for Buisness og fær hver notandi 1TB í geymslupláss sem er í raun hans eigið heimasvæði sem aðeins hann hefur aðgang að.  Hægt er að komast í gögnin hvar og hvenær sem er, deila þeim með öðrum á auðveldan hátt og vinna samtímis með öðrum í sama skjalinu.

 

Skype-BusinessSamskiptaforrit
Samskiptaforritið Skype for Business er fullkominn samskiptabúnaður þar sem auðvelt er að eiga samskipti við samstarfsfélaga.  Hægt er að senda skilaboð, hringja myndsímtöl, senda skjöl og halda fjarfundi í gegnum forritið.

 

SharePoint

Innra net
Sharepoint er öruggt sameiginlegt svæði þar sem hægt er að geyma, flokka og deila upplýsingum og skjölum til notenda á hagkvæman og þægilegan hátt.  Hægt er að komast í gögnin hvar og hvenær sem er.

 

 

yammer

Samfélagsmiðill
Yammer er samfélagsmiðill sem býðst notendum Office 365 til að tengjast rétta fólkinu. Hægt er að deila gögnum með hópum og auðvelda skipulag í kringum verkefni.  Eingöngu samstarfsfélagar hafa aðgang, þannig að öll samskipti á Yammer eru örugg.

 

office-appsOffice pakkinn
Office 365 veitir notendum aðgang að nýjustu útgáfum af Outlook, Word, Excel, Powerpoint, OneNote og Publisher.

 

 

OfficeOnlineOffice Online
Búðu til og breyttu Word, OneNote, PowerPoint og Excel skjölum frá hvaða nútíma vafra sem er án þess að þurfa Office pakkann á vélina hjá þér.

 

delve


Delve 
Delve veitir notendum aðgang að opnum skjölum í 365 umhverfinu og gefur þeim tækifæri á að finna upplýsingar sem eru sambærilegar því sem verið er að vinna að hverju sinni.  Einnig er hægt að tengjast notendum og fylgjast með þeim.

 


contactViltu vita meira
Hafðu samband við okkur í síma 455-7900 eða sendu tölvupóst á o365@fjolnet.is og sérfræðingar okkar finna réttu lausnina fyrir þig og þitt fyrirtæki.
Sjá nánar um skýjaþjónustu Microsoft O365 hér

 

 

Scroll to top