Vefhýsing

Fjölnet ehf býður upp á örugga og hraðvirka vefhýsingu.
Bæði er boðið upp á vistun á Linux og Windows þjónum.

Dagleg afritunartaka tryggir viðskiptavinum rekstrar- og gagnaöruggi, hámarksuppitíma og 24/7 eftirlit og vöktun.

Í gildi eru strangar öryggiskröfur, hvort sem varðar kerfisrýmin eða upplýsingar um okkar viðskiptavini og viðhaldið með fullkomnu stjórnkerfi.

Þessar kröfur eru samkvæmt viðurkenndri öryggisvottun, ISO 27001, og gilda um alla umgengni í kerfisrýmum og þeim er framfylgt með góðu eftirliti.

Öflugt kælikerfi, rafstöðvar og varaaflstöðvar tryggja aukið rekstraröryggi þitt.

Það skiptir engu hvað þig langar að hýsa, við getum boðið þér sérsniðna hýsingu á sanngjörnu verði.

Meðal þeirra þjónustu sem við bjóðum uppá má telja:
PHP, .NET, MS SQL /MySQL, WordPress og FTP.

Afritun

Öll fyrirtæki eru að vinna með ómetanleg gögn á hverjum degi. Því bjóðum við uppá afritun til að koma í veg fyrir mikið tjón sem getur orðið ef ekki er til afrit.

Það skiptir ekki máli hvort það séu skjöl, Outlook skrár, tónlist eða ljósmyndir, þú tryggir ekki eftir á.
Best er að geyma öll gögn á afriti á öruggum stað. Gögnin þín eru í öruggum höndum hjá okkur, þú sérð ekki eftir því.

Viltu vita meira? Heyrðu í okkur í síma 455-7900 eða sendu okkur póst á sala@fjolnet.is
Sérfræðingar okkar munu glaðir aðstoða þig.