Fjölnet valið til að reka tölvukerfi fyrir Umhverfisstofnun.

Umhverfisstofnun hefur gert samning við Fjölnet sem felur í sér að setja upp, hýsa og reka tölvukerfi fyrir stofnunina.

Samningurinn kemur í kjölfar útboðs í gegnum Ríkiskaup þar sem Fjölnet var hlutskarpast.

Hlutverk Umhverfisstofnunar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Hjá UST starfar metnaðarfullt fólk með þekkingu og reynslu sem ber hagsmuni umhverfisins fyrir brjósti.

Á mynd frá vinstri Kristín Linda Árnadóttir Forstjóri UST og Sigurður Pálsson framkvæmdarstjóri Fjölnets

Fjölnet býður Umhverfisstofnun velkomna í hóp ánægðra viðskiptavina.

Scroll to top