Fjölnet og PREMIS sameinast

Upplýsingatæknifélögin Fjölnet og PREMIS hafa sameinast. Sérsvið félagana er rekstur tölvukerfa (e. Managed Service Provider), alrekstursþjónusta og hýsing. Auk þess sinna félögin fjölbreyttri þjónustu á sviði upplýsingatækni. Áætluð velta sameiginlegs félags á árinu 2021 er á annan milljarð. Við viðskiptin verða Sigurður Pálsson og Pétur Ingi Björnsson eigendur Fjölnets starfandi hluthafar PREMIS. Félögin munu starfa...

Náttúruhamfaratrygging Íslands velur Fjölnet

Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) hefur valið Fjölnet til að annast rekstur tölvukerfa stofnunarinnar. Um er að ræða alrekstur tölvukerfa, úttektir og öryggismál ásamt þjónustu við starfsmenn. Samningurinn kemur í kjölfar útboðs NTÍ í gegnum Ríkiskaup þar sem Fjölnet var valið. NTÍ er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja helstu verðmæti gegn náttúruhamförum. Umfang starfseminnar...

Steinull hf. semur við Fjölnet

Steinull hf. endurnýjaði á dögunum samning við Fjölnet en fyrirtækin hafa unnið náið saman í fjölda ára með góðum árangri. Fjölnet mun því áfram sjá um rekstur miðlægra kerfa hjá fyrirtækinu ásamt notendaþjónustu, afritun og útstöðvarþjónustu. Hjá Steinull starfa nú um 37 starfsmenn, framleitt er á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn frá sunnudegi til föstudags. Velta...

Náttúruminjasafn Íslands velur Fjölnet

Náttúruminjasafn Íslands hefur samið við Fjölnet um að sjá um rekstur tölvukerfa safnsins en um er að ræða alrekstur ásamt tengdri notendaþjónustu og viðeigandi öryggisráðstöfunum. Náttúruminjasafnið er fræðslu- og vísindastofnun sem er ætlað að gegna miðlægu hlutverki við miðlun þekkingar og upplýsinga um náttúrufræðileg efni og vera ráðgefandi gagnvart öðrum söfnum landsins sem sýsla með...

Límtré Vírnet endurnýjar samning við Fjölnet

Iðnfyrirtækið Límtré Vírnet endurnýjaði á dögunum samning við Fjölnet en fyrirtækin hafa unnið náið saman síðan í janúar 2016. Fjölnet mun því áfram sjá um rekstur miðlægra kerfa hjá fyrirtækinu ásamt notendaþjónustu, afritun og útstöðvarþjónustu. Límtré Vírnet er íslenskt iðnfyrirtæki og byggir starfsemin á margreyndum framleiðsluferlum. Starfsfólk fyrirtækisins er einnig með áratuga starfsreynslu við framleiðslu...

Kúkú Campers velur Fjölnet

Húsbílaleigan Kúkú Campers hefur valið Fjölnet til að annast rekstur tölvukerfa fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur notið mikilla vinsælda á meðal erlendra ferðamanna á Íslandi en nýverið var opnað útibú í Colorado í Bandaríkjunum sem gengur framar vonum. Á myndinni má sjá Sigurð Pálsson framkvæmdarstjóra Fjölnets og Lárus Guðbjartsson stjórnarformann Kúkú Campers handsala samninginn. Fjölnet býður Kúkú...

Byggðastofnun semur við Fjölnet

Fjölnet semur við Byggðastofnun Byggðastofnun hefur samið við Fjölnet um hýsingu á umsóknarvef sóknaráætlunar landshluta ásamt ráðgjöf og rekstrarþjónustu sem snýr að kerfinu. Samningurinn kemur í kjölfar verðkönnunar í gegnum Ríkiskaup þar sem Fjölnet var valið. Tilgangurinn með vefnum er að einfalda aðgengi umsækjenda, fulltrúa landshluta og ráðgjafa þeirra. Byggðastofnun er sérstök stofnun í eigu...

Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners semur við Fjölnet

Lögmannsstofan Sævar Þór & Partners (LSÞ) hefur samið við Fjölnet um að sjá um rekstur tölvukerfa fyrirtækisins en um er að ræða alrekstur og þjónustu við starfsmenn. Markmið LSÞ er að veita viðskiptavinum bestu lögfræðiþjónustu sem völ er á, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki, hér á landi sem og erlendis. Starfsmenn...

Þjóðleikhúsið velur Fjölnet.

Þjóðleikhúsið hefur valið Fjölnet til að annast rekstur tölvukerfa stofnunarinnar en um er að ræða alrekstur tölvukerfa og þjónustu við starfsmenn. Þjóðleikhúsið hefur verið leiðandi stofnun á sviði leiklistar á Íslandi allt frá opnun þess árið 1950. Það sýnir fjölbreytt úrval sviðsverka sem er ætlað að höfða til ólíkra áhorfendahópa, með það að markmiði að...

Fjársýslan semur við Fjölnet

Fjölnet hýsir fjárhagsáætlunarkerfi ríkisins. Fjársýsla ríkisins hefur samið við Fjölnet um hýsing á fjárhagsáætlunarkerfi ríkisins. Samningurinn kemur í kjölfar útboðs Fjársýslunar í gegnum Ríkiskaup þar sem Fjölnet var valið. 40 stofnanir og ráðuneyti munu nýta sér kerfið sem ætlað er til að samræma og einfalda verklag við ársáætlanagerð. Tilgangurinn með innleiðingu á áætlanakerfi er að...

Scroll to top