Fjölnet semur við Byggðastofnun
Byggðastofnun hefur samið við Fjölnet um hýsingu á umsóknarvef sóknaráætlunar landshluta ásamt ráðgjöf og rekstrarþjónustu sem snýr að kerfinu.
Samningurinn kemur í kjölfar verðkönnunar í gegnum Ríkiskaup þar sem Fjölnet var valið.
Tilgangurinn með vefnum er að einfalda aðgengi umsækjenda, fulltrúa landshluta og ráðgjafa þeirra.
Byggðastofnun er sérstök stofnun í eigu íslenska ríkisins og heyrir undir yfirstjórn (ráðherra).
Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu.
Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins.
Á mynd frá vinstri Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar, Sigurður Pálsson framkvæmdarstjóri Fjölnets, Magnús Helgason forstöðumaður Byggðastofnunar og Pétur Ingi Björnsson stjórnarformaður og tæknistjóri Fjölnets
Fjölnet býður Byggðastofnun velkomna í hóp ánægðra viðskiptavina Fjölnets.