Af hverju dulkóðun?

Dulkóðun og gagnaöryggi er eitthvað sem situr oft á hakanum hjá fyrirtækjum. Sérstaklega á þetta við um smærri fyrirtæki. Algengt er að stærri fyrirtæki séu með tölvudeildir sem sjá um upplýsingaöryggi, á meðan þau smærri hafa ekki mannafla til að sinna þessum málum. Þetta þýðir ekki að gögnin hjá minni fyrirtækjum séu síður mikilvæg heldur gleymist bara oftar að verja þau.

Dulkóðun er frábær leið til að koma í veg fyrir að einhver geti komist yfir gögnin þín. Það skiptir ekki máli hvort þú ert að senda gögn í gegnum netið, taka afrit eða með gögn á minnislykli í vasanum. Ef gögnin þín eru ekki dulkóðuð þá getur hver sem er lesið þau ef hann kemst í þau. Það er ekki nóg að verja tölvuna þína með lykilorði, ef hún glatast þá er einfaldlega nóg að taka harða diskinn úr og tengja hann við aðra tölvu. Viðkomandi er þá hugsanlega kominn með aðgang að öllum þínum skjölum, myndum og tölvupósti.

Dulkóðuð gögn eru ólæsileg fyrir aðra en þann sem hefur lykilorð til að afkóða þau. Það sem þarf að hafa í huga er að velja sér öruggt lykilorð því lítið gagn er í dulkóðun ef lykilorðið er of einfalt. Það eru til margar aðferðir til þess að dulkóða gögn, hvort sem það er til þess að dulkóða tölvur eða önnur snjalltæki.

Ekki láta það sitja á hakanum að passa uppá gögnin þín, hafðu samband við sérfræðinga Fjölnets og við hjálpum þér að koma örygginu í lag.

Hafðu samband í síma 455-7900 eða sendu okkur póst á adstod@fjolnet.is

 

Scroll to top