Öryggisbrestur í þráðlausum nettengingum

Um helgina uppgötvaðist öryggisveikleiki á algengum stöðlum, WPA1 og WPA2. Hann hagar sér þannig að með einbeittum brotavilja er hægt að skoða umferð á þráðlausum netum. Til að þetta sé hægt þarf þriðji aðili að vera tengdur inn á þráðlaust net viðkomandi.

Opin net á almenningsstöðum s.s. kaffihúsum, veitingastöðum, er best að forðast á meðan ekki er búið að uppfæra öll tæki. Ef nauðsynlegt er að vera með tæki tengt þannig neti er best að notast við VPN.

Mikilvægt er fyrir notendur að uppfæra tölvur og snjalltæki sem tengjast þráðlausum kerfum, til að vinna gegn þessum veikleika. Framleiðendur eru að vinna í hugbúnaðaruppfærslum, tæknimenn Fjölnets fylgjast grannt með gangi mála.

Scroll to top