Er fyrirtækið þitt öruggt ?

Á síðastliðnum árum hefur tæknin í kringum okkur þróast á ógnarhraða. Fæst fyrirtæki hafa brugðist nógu hratt við auknum hættum í tækniheiminum. Hjá Forbes birtist grein fyrr á þessu ári þar sem reiknað er með að árið 2019 muni tjón af völdum tölvuglæpa nema yfir tveimur trilljónum dollara.

En hvað getum við gert?
Forvarnarstarf og gott upplýsingaflæði er eina vörnin. Þú vilt vera viss um að starfsmenn í þínu fyrirtæki séu vakandi þegar kemur að upplýsingaöryggi. Talið er að starfsmenn hefðu getað komið í veg fyrir 95% tölvuglæpa ef þeir hefðu verið betur upplýstir og á varðbergi.

Fræðum starfsfólkið
Það eiga allir að vita að bankinn þinn sendir ekki tölvupóst á bjagaðri íslensku. En vita allir, að þegar þú sækir ókeypis forrit þá fylgja oft óæskileg forrit með? Veit starfsfólk hvaða viðhengi það er að opna? Eru gögn fyrirtækisins örugg?

Það er ekki nóg að segja fólki að vera á varðbergi, heldur þurfum við að segja frá í hverju hættan er fólgin. Ótal mörg atriði ber að hafa í huga þegar kemur að öryggi fyrirtækja.

Það sem gott er að hafa í huga

  • Eru lykilorð örugg?
  • Eru vírusvarnir og eldveggir virkir?
  • Er þráðlausa netið vel lokað?
  • Læsa allir tölvunum sínum?
  • Er afritun í lagi ? Eru afritin prófuð?
  • Getur hver sem er tengst nettenglunum þínum?

Það getur reynst afar dýrmætt að loka fyrir öryggisgalla áður en einhver nýtir sér þá. Sérfræðingar Fjölnets hafa mikla reynslu af því að finna þessa galla og loka fyrir þá. Ekki bíða eftir því að eitthvað gerist, við hjálpum þér að finna öryggisgallana áður en það verður of seint.

Hafðu samband við okkur í síma 455-7900 eða sendu okkur tölvupóst á adstod@fjolnet.is og sérfræðingar okkar finna réttu lausnina fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Scroll to top