Netöryggi Fjölnets


oryggi-skjoldurFjölnet bíður upp á Netöryggi, með því að setja upp Netöryggi getur þú stjórnað því hvernig nethögun heimilisins er háttað. Í boði eru þrjú þrep sem hægt er að velja á milli. Hægt er að lesa um þær hér að neðan eða hringja í 455-7900 og fá frekari upplýsingar.

Netöryggi Fjölnets – Heimili Þrep 1

Þrep 1 lokar fyrir síður sem innihalda njósnaforrit, Síður sem reyna að villa á sér heimildir eru að þykjast vera löglegir, Vefi sem gætu stolið persónuupplýsingum,
Einnig er hún með stóran Öryggisflokk sem lokar á allskonar njósnaforrit og síður sem innihalda vírusa osfrv.
Einnig lokar hún fyrir síður sem að er nýbúið að finna sem innihalda efni sem getur skemmt tölvur,
Inn í þessum flokk lenda heimasíður sem er brotist inn á og vírusum komið fyrir, Þegar er búið að hreinsa síðurnar fara þær aftur sjálfkrafa og mjög fljótt úr þessum flokk.

Lokar fyrir:
Njósnaforrit
Síður sem villa á sér heimildir
Síður sem stela Persónuupplýsingum
Síður sem innihalda vírusa
Síður sem er nýbúið að finna sem innihalda vírusa eða álíka efni sem geta skemmt tölvur.


Netöryggi Fjölnets – Heimili Þrep 2

Þrep 2 lokar fyrir allt sem þrep 1 lokar fyrir auk þess að útiloka síður sem innihalda klámfengið efni, Upplýsingar um eiturlyf, fjárhættuspil, hatur og kynþáttafordóma, smekkleysu, ofbeldi, ólöglegt og vafasamt efni,
Einnig lokar Þrep 2 fyrir að hægt sé að komast framhjá ýmsum lokunum með Proxy

Lokar fyrir:
Klámfengið efni
Eiturlyf
Fjárhættuspil
Hatur og kynþáttafordóma
Smekkleysu
Ofbeldi
Ólöglegt og vafasamt efni.
Proxy Avoidance

Netöryggi Fjölnets – Heimili Þrep 3

Þrep 3 lokar fyrir allt sem að þrep 1 og 2 loka fyrir auk þess að loka fyrir leiki, skráardeilisíður og forrit, síður sem aðstoða við innbrot í tölvukerfi.

Lokar fyrir:
Lokar fyrir leiki
Skráardeilisíður og forrit
Síður sem innihalda efni sem aðstoða við innbrot í tölvukerfi.